• mán. 06. sep. 2010
  • Dómaramál

Þóroddur dæmir í Portúgal

Þóroddur Hjaltalín
Thoroddur-Hjaltalin-2008

Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Portúgals og Makedóníu í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður í Portúgal  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Varadómari leiksins verður Erlendur Eiríksson.

Þá dæmdi Jóhannes Valgeirsson vináttulandsleik á milli Danmerkur og Litháen hjá U21 karla á föstudaginn en Danir eru gestgjafar úrslitakeppni mótsins og leika því ekki í undankeppninni.  Með Jóhannesi  á leiknum voru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Gíslason.

Þá mun Sigurður Hannesson verða dómaraeftirlitsmaður UEFA á leik Svía og Dana í umspili um sæti á HM kvenna.  Leikurinn fer fram í Gautaborg 11. september.