• mán. 20. sep. 2010
  • Dómaramál

Yfirlýsing frá Dómaranefnd KSÍ - Leiðrétting

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

 

Í framhaldi af vítaspyrnudómi í leik Stjörnunnar gegn FH þar sem Halldór Orri Björnsson tók forystuna fyrir heimamenn úr vítaspyrnu 1 - 0 spunnust miklar umræður um hvort hann hefði gerst sekur um svokallaða „gabbspyrnu“ í aðdraganda töku spyrnunnar.

Dómaranefnd KSÍ ákvað að hamra járnið meðan það væri heitt og gefa sitt álit.  Álit nefndarinnar var að:

Ekkert hafi verið athugavert við framkvæmd vítaspyrnunnar, enda hafi leikmaðurinn enga "gabbspyrnu"  tekið í lok atrennu sinnar þó hann hafi stöðvað við knöttinn í lok atrennunnar áður en hann spyrnti að marki.

Til þess að fá þá túlkun nefndarinnar staðfesta var engu að síður leitað til Dómaranefndar FIFA og þeim send „klippa“ af atvikinu og beðið um þeirra álit.  Nefndin var fljót að svara og er skemmst frá því að segja að þeir voru á öndverðu meiði. Hér á eftir fer svar þeirra.

"This is not correct! The player fulfils his running up – and then he makes like he is shooting to faint the goalkeeper.

That is not correct – he can faint in his running up – but not when he has finished the running up.

The kick must be retaken (he scores) – and the player must be caution for unsporting behaviour to the attacker."

Í lauslegri þýðingu:

„Þetta er ekki löglegt! Leikmaðurinn klárar atrennu sína - og þykist síðan ætla að skjóta í þeim tilgangi að blekkja markvörðinn. Það er ekki löglegt - honum er heimilt að taka „gabbhreyfingar“ í atrennu sinni, en alls ekki þegar hann hefur lokið atrennunni.

Því bar að endurtaka vítaspyrnuna (af því að hann skoraði) - og áminna leikmanninn fyrir óíþróttamannslega framkomu“.

Þessari leiðréttingu er hér með komið á framfæri enda skylt að hafa það sem sannara reynist. Nefndin biðst velvirðingar á hvatvísi sinni.