• fim. 23. sep. 2010
  • Dómaramál

Bryndís við störf í Rússlandi

Bryndís Sigurðardóttir
Bryndis-Sigurdardottir-KSI_2008_Domarar

Bryndís Sigurðardóttir hefur verið tilnefnd af UEFA sem einn af aðstoðardómurum í undankeppni EM hjá U17 kvenna en riðillinn er leikinn í Rússlandi dagana 26. sept. - 1. október.  Þetta er fyrsta verkefni Bryndísar á erlendri grundu síðan hún varð FIFA - aðstoðardómari.

Þetta er fyrsta tilnefningin sem íslenskur kvendómari fær frá UEFA á erlendri grundu sem er mikið ánægjuefni enda mikill vöxtur í hlut kvendómara í knattspyrnudómgæslu á Íslandi.

Bryndís Sigurðardóttir við dómgæslu í Rússlandi