• mið. 16. mar. 2011
  • Dómaramál

Unglingadómaranámskeið hjá Víkingi 22. mars

Víkingur Reykjavík
viki-01

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking í Víkinni þriðjudaginn 22. mars og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir.  Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi viku síðar.

Námskeiðið er ókeypis.

Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is

Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.