• þri. 03. maí 2011
  • Dómaramál

Dómaranámskeið fyrir konur í Hamri á Akureyri þriðjudaginn 10. maí

Bryndís Sigurðardóttir við dómgæslu í Rússlandi
bryndis

Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Hamri á Akureyri 10. maí kl. 19:00.

Það er yfirlýst stefna hjá KSÍ að fjölga konum í dómarastétt og er þetta námskeið ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast Héraðsdómarar og dæma í efri deildum.  Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.

Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Farið verður í mjög gott námsefni frá FIFA þar sem farið er í praktísku hliðar dómgæslunnar.  Aðalfyrirlesari verður Þóroddur Hjaltalín.. 

Námskeiðið er ókeypis.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is