Fundað með endurskoðendum félaga
Síðastliðinn fimmtudag var endurskoðendum félaga sem undirgangast leyfiskerfið boðið til fundar í höfuðstöðvum KSÍ. Með þessum fundi er reynt að kynna leyfiskerfið betur, beint til endurskoðenda, og ná þannig betra samræmi, fækka athugasemdum sem gerðar eru, og gera allt ferlið öruggara fyrir alla hagsmunaaðila.
Farið var yfir leyfiskerfið, vinnuferlið og nýjustu atriði og hlutverk leyfisstjóra í leyfisferlinu skýrt. Ítarlega var farið yfir fjárhagskafla leyfisreglugerðarinnar, þær reglur sem gilda og það vinnulag sem krafist er við undirbúning fjárhagslegra leyfisgagna.
Farið var sérstakelga fyri sum atriði, t.d. hvernig félögin þurfa að staðfesta að engin vanskil séu vegna félagaskipta eða við starfsmenn (leikmenn og þjálfara) og hvernig sundurliða þarf rekstrarreikning þeirrar forskriftar að ársreikningi sem krafist er að félögin skili inn og endurskoðandi staðfesti.