• mið. 15. feb. 2012
  • Leyfiskerfi

Skiladagur fjárhagsgagna nálgast

Ldv_2010_Atburdir-215
Ldv_2010_Atburdir-215

Skiladagur fjárhagsgagna hjá þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið er mánudagurinn 20. febrúar.  Flest félögin vinna nú hörðum höndum að því að klára gagnapakkann, en nú þegar hafa tvö félög skilað fjárhagsgögnum, Víkingur Ólafsvík sem skilaði sínum fjárhagsgögnum 16. janúar og Keflavík, sem skilaði sínum gögnum í dag.

Þau gögn sem félögin þurfa að skila eru ársreikningur með viðeigandi áritun endurskoðanda og hin ýmsu fylgigögn, s.s. staðfesting á engum vanskilum við önnur félög vegna félagaskipta leikmanna, staðfesting á engum vanskilum vegna opinberra gjalda og staðfesting á engum vanskilum við leikmenn, þjálfara og aðra vegna launagreiðslna á árinu 2011.  Þá þurfa félögin að leggja fram afar ítarlega sundurliðun á ársreikningi sínum.

Úr reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál:

14.2.2 Tímamörk ekki uppfyllt.

Ef leyfisumsækjandi uppfyllir ekki sett tímamörk um framlagningu leyfisgagna skal hann sæta viðurlögum. Við ákvörðun þeirra skal taka mið af því hve alvarlegt brotið er. Eftirfarandi viðurlögum er hægt að beita:

- Viðvörun og sekt; við fyrsta brot skal beita dagsektum að upphæð kr. 2.500 fyrir hvern dag sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr. 50.000.

- Áminning og sekt; við ítrekað brot skal beita dagsektum að upphæð kr. 5.000 fyrir hvern dag sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr.100.000.

- Stigatap; við alvarlegt og ítrekað brot er jafnframt heimilt að draga allt að 3 stig frá félaginu í deildarkeppninni.

Ítrekunarkvöð fellur niður ef tímamörk hafa verið uppfyllt í 3 ár samfleytt.