• mið. 15. feb. 2012
  • Fræðsla

Þjálfaranámskeið með þjálfurum frá Ajax akademíunni

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ
kthi_logo_new

Dagana 9. og 10. mars mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði fyrir knattspyrnuþjálfara.  Hingað til lands koma þeir Arnold Muhren og Eddie van Schaick, þjálfarar í unglingaakademíunni hjá hollenska stórliðinu Ajax og munu stýra námskeiðinu.  En sem kunnugt er leikur íslenski landsliðmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson með Ajax. 

Arnold Muhren og Eddie van Schaick hafa báðir starfað við akademíuna hjá Ajax til nokkurra ára. Auk þessa á Arnold Muhren að baki langan og farsælan feril sem leikmaður með Ajax, Volendam, Twente, Ipswich Town og Manchester United á árunum 1970-1989. Hann lék einnig 23 landsleiki með Hollendingum. Hann er einn af níu leikmönnum í sögu knattspyrnunnar sem hafa unnið þrjá stærstu titlana í evrópskri knattspyrnu, þ.e. Evrópukeppni meistaraliða árið 1973 með Ajax, Evrópukeppni félagsliða árið 1981 með Ipswich Town og Evrópukeppni bikarhafa árið 1987 með Ajax. Hann varð sömuleiðis Evrópumeistari með Hollendingum árið 1988.

Akademían hjá Ajax er annáluð fyrir að ala upp góða knattspyrnumenn. Dæmi um leikmenn sem komið hafa úr akademíu félagsins eru Johan Cruijff, Johan Neeskens, Marco van Basten, Frank Rijkaard, Frank de Boer, Ronald de Boer, Edwin van der Sar, Dennis Bergkamp, Edgar Davids, Clarence Seedorf, Patrick Kluivert,  Ryan Babel, Rafael van der Vaart, Wesley Sneijder, Nigel de Jong, John Heitinga, Thomas Vermalen, Christian Eriksen og Gregory van der Wiel.

Námskeiðið telur sem endurmenntun á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum. Námskeiðið er opið öllum. Námskeiðsgjaldið er 2.500 kr. fyrir félagsmenn í Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands og 5.000 kr. fyrir aðra. Skráning er hafin en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is með eftirfarandi upplýsingum: nafn, kennitala, tölvupóstfang og símanúmer. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér fyrir neðan.

Dagskrá:

Föstudagur 9. mars Staður
17:45 – 19:00 Evening presentation Ajax Academy Fífan
19:00 – 20:00 U15  Positional play(Practical session) Fífan
   
Laugardagur 10. mars Staður
09:00 – 10:00 U12 Technique (Practical session)        Fífan
10:00 – 11:00 U18 Attacking and finishing (Practical session) Fífan
Hádegishlé
12:30 – 13:30  Presentation Ajax Scouting        KSÍ 3. hæð
13:30 – 14:30  Presentation Arnold Muhren "The Career"        KSÍ 3. hæð
14:30 – 15:30  Q and A 30 minutes KSÍ 3. hæð