• þri. 13. mar. 2012
  • Dómaramál

Dómaranámskeið fyrir konur í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 19. mars - Frestað

Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi
Domarar_i_urslitum_U19_kvenna

Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 19. mars kl. 19:00.

Það er yfirlýst stefna hjá KSÍ að fjölga konum í dómarastétt og er þetta námskeið ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast héraðsdómarar og dæma í efri deildum. Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.

Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Farið verður í mjög gott námsefni frá FIFA þar sem farið er í praktísku hliðar dómgæslunnar.

Aðalfyrirlesari verður hinn skeleggi dómari, Gunnar Jarl Jónsson. Þá mun Rúna Kristín Stefánsdóttir halda erindi um reynslu sína sem dómari.

Námskeiðið er ókeypis.

Skráning er hafinn á magnus@ksi.is