• mán. 25. feb. 2013
  • Dómaramál

Landsdómararáðstefna í höfuðstöðvum KSÍ

Peter Roberts
peter-roberts

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil.  Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Peter Roberts, fyrirlesari frá enska knattspyrnusambandinu og fyrrum FIFA aðstoðardómari, sem verður gestur ráðstefnunnar.

Peter mun einnig vera með fyrirlestur fyrir eftirlitsdómara KSÍ á föstudaginn en sá fyrirlestur verður nánar kynntur síðar.

Dómararnir hafa verið við æfingar síðan í nóvember en á námskeiðinu gangast þeir líka undir skriflegt próf ásamt því að hlýða á ýmsa fyrirlestra.

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:

Föstudagur 1. mars.

17:00-17:05     Setning.

Umsjón: Gísli Gíslason, ráðstefnustjóri.

17:00-17:15     Ávarp.

Umsjón: Gylfi Þór Orrason.

17:15-17:45     Veðmálastarfsemi.

Umsjón: Þórir Hákonarson.

17:45-18:10     Meiðsli dómara – Ferill mála í „kerfinu“.

Umsjón: Ólafur Þór Guðbjörnsson.

18:10-18:20     Kliðfundur.    

18:20-18:50     Skriflegt próf.

 Umsjón: Bragi Bergmann.

18:50-19:50     Matur Café Laugar.

19:50-20:50     Staðsetningar og hreyfingar um völlinn (Positioning & Movement).

Umsjón: Peter Roberts.

20:50-21:00     Kliðfundur.

21:00-22:00     Að dæma af hugrekki (Refereeing with Courage).

Umsjón: Peter Roberts.

Laugardagurinn 2. mars.

09:15-10:15    Að nýta sér kröftuga líkamstjáningu við að selja ákvarðanir sínar (Selling Decisions using the power of your Body).

Umsjón: Peter Roberts.

10:15-10:30     Kliðfundur.

10:30-11:00     Æfingar vetrarins og fram að Íslandsmóti.

 Umsjón: Ólafur Ingvar Guðfinnsson.

11:00-12:00     Æfing á Laugardalsvelli.

12:00-13:00     Matur Café Laugar.

13:00-13:30    Yfirferð skriflega prófsins.

Umsjón: Bragi Bergmann.

13:30-14:00     Skráning leikskýrslna.

 Umsjón: Birkir Sveinsson.

14:00-14:10     Kliðfundur.

14:10-15:10     Stjórnun lykilatriða leiks (Managing Key Incidents).

Umsjón: Peter Roberts.

15:10-15:15     Ráðstefnuslit.

 Umsjón: Gísli Gíslason, ráðstefnustjóri.

15:15-16:00     Fundur í félagi deildardómara.