• mán. 04. mar. 2013
  • Fræðsla

Málþingi um hagræðingu úrslita frestað - Ný dagsetning auglýst síðar

Malthing-um-hagraedingu-urslita
Malthing-um-hagraedingu-urslita

Málþing um hagræðingu úrslita í íþróttahreyfingunni verður haldið miðvikudaginn 6. mars frá kl. 12:00 – 14:00  í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli.  Það eru ÍSÍ og Íslenskar Getraunir sem efna til þessa málþings.

Mikilvægt er að forystumenn hreyfingarinnar, þjálfarar ofl. kynni sér þetta stigvaxandi vandamál sem ógnar íþróttahreyfingunni út um allan heim.

Skráning er hjá Íslenskum getraunum í netfangið phs@getspa.is í síðasta lagi þriðjudaginn 5. mars.

Boðið verður upp á súpu og brauð.

Aðgangur er ókeypis.

Fjarfundur

Boðið verður upp á fjarfund fyrir þá sem eiga um langan veg að fara.

Hægt er tengjast fundinum með því að fara inn á slóðina  https://fundur.thekking.is/startcenter/.  Hægt er að fara inn á slóðina hálftíma áður en fundur hefst.

Kl. 11.30 á fundardegi verður ykkur sent lykilorð í tölvupósti sem þið setjið í "Join session" og skrifið nafnið ykkar í línuna fyrir neðan.

Að lokum veljið þið "Join now".

Þá ættuð þið að hafa tengst fundinum.

Nauðsynlegt er að skrá sig á phs@getspa.is og senda nafn og netfang með skráningunni. Lykilorðið verður sent til ykkar með tölvupósti hálftíma áður en fundur hefst.

Auglýsing um málþingið