• þri. 12. nóv. 2013
  • Dómaramál

Spænskir dómarar á Ísland - Króatía á föstudaginn

Alberto Undiano Mallenco
Alberto-Undiano

Það verða spænskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Króatíu, fyrri umspilsleik um laust sæti á HM í Brasilíu.  Dómarinn heitir Alberto Undiano og honum til aðstoðar verða þeir Raúl Cabanero og Roberto Diaz.  Fjórði dómari er svo Carlos Clos Gomez.

Alberto dæmdi í úrslitakeppni HM í Suður Afríku 2010 og nýlega dæmdi hann leik Barcelona og Real Madrid í spænsku deildarkeppninni.

Eftirlitsmaður leiksins kemur frá Englandi og heitir Mark Blackbourne og dómaraeftirlitsmaðurinn er frá Danmörku, Peter Mikkelsen.