• fim. 21. nóv. 2013
  • Leyfiskerfi

Þátttökuleyfi ekki útgefið - Hvað gerist?

KR---Fram-PEPSI-KK-2013

Hvað gerist ef félag í Pepsi-deild eða 1. deild karla fær ekki útgefið þátttökuleyfi? Hvaða félög taka sæti þeirra sem ekki fá leyfi? Hér að neðan má sjá viðeigandi ákvæði í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

23.1.11.

Ef lið dregur sig úr eða er vísað úr keppni, má það hefja þátttöku í 4. deild á næsta leikári. Ef um er að ræða lið í Pepsi-deild, 1., 2. eða 3. deild, skal almenna reglan vera að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjast upp um deild. Ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hefur ekki verið veitt eða dregið tilbaka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal þó farið eftir næstu grein, 23.1.12.

23.1.12.

Ef félag fær ekki viðeigandi stig af þátttökuleyfi í hefðbundnu umsóknarferli skv. leyfiskerfi KSÍ skal fara með flutning liða milli deilda og þátttöku þeirra í Íslandsmótinu samkvæmt eftirfarandi:

  1. Leyfisumsækjandi í efstu deild, sem ekki hlýtur þátttökuleyfi, skal leika í 1. deild á leyfistímabilinu/keppnistímabilinu ef hann uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, en ella taka sæti í 2. deild. Leyfisumsækjandi í 1. deild, sem ekki hlýtur þátttökuleyfi, skal leika í 2. deild á keppnistímabilinu.
  2. Ef sæti losnar í efstu deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið, sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í efstu deild á leyfistímabilinu, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 1. deild, o.s.frv.
  3. Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.