• fim. 27. feb. 2014
  • Landslið
  • Leyfiskerfi

Mikilvægi öflugra stuðningsmanna seint metið til fulls 

ahorfendur

Fjallað er um sérstakan tengilið stuðningsmanna landsliða Íslands í knattspyrnu við KSÍ í febrúarútgáfu fréttabréfs UEFA um stuðningsmannamál.  UEFA hefur í nokkur ár hvatt knattspyrnusambönd og félagslið til að virkja og efla tengslin við stuðningsmenn.  

Í þessu sambandi má nefna að á meðal þess sem krafist er í leyfiskerfinu er að hvert félag sé með sérstakan tengilið við stuðningsmenn.  
Knattspyrnusamböndin hafa jafnframt verið hvött til að tilnefna slíkan tengilið og það gerði KSÍ árið 2012, með afar góðum árangri, eins og fjallað er um í fyrrgreindu fréttabréfi.  
Formaður KSÍ fjallaði jafnframt um mikilvægi stuðningsmanna, sem seint verður metið til fulls, í pistli hér á vefnum í nóvember.

Smellið hér að neðan til að skoða fréttabréfið:


Vinnufundur um málefni stuðningsmanna

KSÍ mun standa fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna í apríl, þar sem fulltrúar félaga og stuðningsmannahópa verða boðnir velkomnir.  Stjórnandi fundarins verður Stuart Dykes, sem hefur unnið mikið starf fyrir samtökin Supporters Direct, sem eru í nánu samstarfi við UEFA og mörg knattspyrnusambönd í Evrópu.