• mán. 17. mar. 2014
  • Dómaramál

Vilhjálmur Alvar og Ívar Orri til Englands

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Ívar Orri Kristjánsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni.  Þeir munu einnig starfa á leikjum í U21 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara. Vilhjálmur mun dæma leik WBA og Everton og Ívar leik Leicester og Reading og munu þeir einnig starfa sem fjórði dómari hjá hvorum öðrum. 

Ferð félaganna er hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Englands í dómaramálum en undanfarin ár hafa íslenskir dómarar fengið fræðslu og reynslu í Englandi sem og að enskir dómarar hafa komið hingað til að dæma í deildarkeppninni.