• mán. 26. okt. 2015
  • Landslið

Hólmfríður leikur sinn 100. landsleik í dag

Holmfridur Magnusdottir

Hólmfríður Magnúsdóttir leikur sinn hundraðasta leik í dag með A-landsliði kvenna en Hólmfríður lék sinn fyrsta leik árið 2003 gegn Bandaríkjunum sem var vináttuleikur. 

Hólmfríður hefur leikið á tveimur lokamótum fyrir hönd Íslands en hún var í leikmannahópnum sem lék á EM í Svíþjóð og EM í Finnlandi. Hólmfríður leikur nú með Avaldsnes í Noregi en hún hefur leikið með KR, Val og ÍBV á Íslandi. 

Hólmfríður hefur skorað 36 mörk í þessum 100 leikjum.