• mán. 21. mar. 2016
  • Dómaramál

Vilhjálmur Alvar dæmir í Ungverjalandi

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson

Þann 24. mars mætast Ungverjar og Ísraelar í undankeppni EM U21 landsliða karla á Gyirmóti Stadion, í Gyor í Ungverjalandi. Dómarar leiksins koma frá Íslandi og verður það Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sem verður með flautuna.  Um er að ræða lykilleik í riðlinum fyrir bæði lið, ætli þau sér að taka þátt í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, þannig að hinn íslenski dómarakvartett á von á hörkuleik.

Dómarateymið er þannig skipað:

Dómari Vilhjálmur Alvar Þórarinsson (ISL)
Aðstoðardómari 1  Gylfi Már Sigurðsson (ISL)
Aðstoðardómari 2  Jóhann Gunnar Guðmundsson (ISL)
4. dómari  Þorvaldur Árnason (ISL)
Dómaraeftirlitsmaður UEFA  Michael Argyrou (CYP)