• fös. 29. apr. 2016
  • Dómaramál

Hvað má skipta mörgum leikmönnum inn á?

Stjarnan---Thor-KA-Borgunarbikar-KVK-2015---0161

Skrifstofa KSÍ og ekki síður dómarar leikja fá mjög reglulega fyrirspurnir um það hversu mörgum leikmönnum má skipta inn á í einum leik.  Svarið er hins vegar ekki það sama í öllum tilfellum, því það skiptir máli í hvaða móti og hvaða aldursflokki er leikið. 

Í meistaraflokki eru almennt leyfðar 3 skiptingar í leik og á það við um allar deildir Íslandsmóts meistaraflokks, nema 1. deild kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla.  Félög sem leika í þessum deildum þurfa þó að hafa það í huga þegar þau leika í Borgunarbikarnum að í því móti eru einungis leyfðar þrjár skiptingar, jafnvel þó um sé að ræða innbyrðis bikar-viðureign milli tveggja liða í viðkomandi deild.

Rétt er að geta þess að í meistaraflokki er heimilt að hafa 18 leikmenn í leikmanna hópi. Í 11 manna bolta í yngri flokkum er heimilt að hafa 16 leikmenn í hóp, og í 7 manna bolta er heimilt að hafa 12 leikmenn.

Yfirlit leyfilegra skiptinga má sjá í töflunni hér að neðan.

Flokkur Leyfilegar skiptingar
Meistaraflokkur 3
1. deild kv. / 3. og 4. deild ka. 5
2. flokkur 5
2. flokkur 7 5 (Frjálsar)**
3. flokkur 5
3. flokkur 7 5 (Frjálsar)**
4. flokkur 5 (Frjálsar)**
4. flokkur 7 5 (Frjálsar)**
5. flokkur 5 (Frjálsar)**
6. flokkur 5 (Frjálsar)**
Eldri flokkur karla 5 (Frjálsar)**
** Ekki þarf að tilkynna dómara um skiptinguna. Leikmaður sem hefur verið skipt út af má ganga til leiks á ný.