• mán. 10. okt. 2016
  • Dómaramál

Þorvaldur og Jóhann Gunnar dæma í Belgíu

UEFA EM U19 karla
U19_Landscape_Master_White_cmyk-01

Dómararnir Þorvaldur Árnason og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru þessa dagana við störf í Belgíu þar sem riðill í undankeppni EM U19 karla fer fram.  Þeir voru við störf á leik Kasakstan og Belgíu í fyrstu umferð og Þorvaldur dæmdi og Jóhann Gunnar var aðstoðardómari á leik Rússland og Kasakstan í 2. umferð riðilsins.

Þeir verða svo að störfum á morgun í lokaumferðinni þegar Finnland og Ksakstan mætast.  Baráttan í riðlinum er hörð en Belgía og Rússland eru með fjögur stig, Finnar erum með tvö stig og Kasakar ekkert.  Tvær efstu þjóðirnar tryggja sér sæti í milliriðlum.

Jóhann Gunnar Guðmundsson