• fös. 17. mar. 2017
  • Leyfiskerfi

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs

Knattspyrna á Íslandi
missing_badges

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2017 fór fram í gær fimmtudag og voru þátttökuleyfi 18 félaga samþykkt.  Níu af leyfunum 18 eru gefin út með fyrirvara. Sex félög fengu útgefin þátttökuleyfi á fundi ráðsins fyrir viku síðan.

Þar með hafa öll 24 félögin í efstu tveimur deildum karla fengið útgefin þátttökuleyfi, en þó 11 með fyrirvörum vegna vallarmála eða frekari gagnaskila fyrir 31. mars nk.

Samþykktar leyfisumsóknir á fundi leyfisráðs 16. mars:

·       FH

·       ÍBV (með fyrirvara um samþykki á vallarleyfi)

·       KA - (með fyrirvara um samþykki á vallarleyfi)

·       KR - (með fyrirvara um gagnaskil 31. mars)

·       Stjarnan - (með fyrirvara um gagnaskil 31. mars)

·       Valur

·       Víkingur R. - (með fyrirvara um gagnaskil 31. mars)

·       Haukar

·       HK – (með fyrirvara um gagnaskil 31. mars)

·       Fylkir

·       Fram – (með fyrirvara um gagnaskil 31. mars)

·       Grótta – (með fyrirvara um gagnaskil 31. mars)

·       ÍR – (með fyrirvara um gagnaskil 31. mars)

·       Keflavík

·       Leiknir F.

·       Leiknir R.

·       Selfoss

·       Þróttur R.