• fös. 03. nóv. 2017
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar dæma úrslitaleik í fjögurra liða U23 ára móti

KSI-MERKI-PNG

Þrír íslenskir dómarar voru nýverið í Sviss á svokölluðu "CORE" námskeiði sem haldið er á vegum UEFA. Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence". 

Þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara á aldrinum 25-30 ára. Á þessum námskeiðum eru gjarnan samankomnir efnilegustu dómarar Evrópu. 

Fulltrúar Íslands að þessu sinni voru þeir Helgi Mikael Jónasson, Gylfi Tryggvason og Þórður Arnar Árnason. Þeir félagarnir voru í mars og október á 10 daga námskeiði í Sviss þar sem áherslan var á fræðslu og æfingar auk þess sem þeir dæmdu leik í Frakklandi. 

Frammistaðan var það góð hjá þeim að þeir voru valdir til þess að dæma úrslitaleik, þann 8. nóvember, í fjögurra liða móti sem fram fer í Slóvakíu. Í leiknum mætast U-23 lið Slóvakíu og Englands.