• mið. 14. feb. 2018
  • Leyfiskerfi

Haukur flutti fyrirlestur á ráðstefnu FIFA og CONCACAF

2319365_full-lnd

Á þriðjudag flutti Haukur Hinriksson, lögfræðingur og leyfisstjóri KSÍ, fyrirlestur á ráðstefnu FIFA og CONCACAF (FIFA-CONCACAF Professional Football Conference) í Orlando, Flórída. 

Ráðstefnan var hugsuð af FIFA sem vettvangur til að veita aðildarsamböndum CONCACAF í Norður- og Mið-Ameríku aðstoð og alhliða upplýsingar um málefni tengdum atvinnumanna fótbolta. Var lögð áhersla á að kynna leyfiskerfi félaga (Club Licensing) fyrir umræddum aðildarsamböndum en þar hafa slík kerfi ekki náð mikilli fótfestu. 

Í fyrirlestrinum fór Haukur yfir þróun leyfiskerfis KSÍ og sérstaklega þær kröfur sem þar hafa verið settar fram og ná yfir barna- og unglingastarf félaga. Þar ber helst að nefna auknar kröfur um menntun þjálfara yngri flokka. Loks fjallaði Haukur um góðan árangur íslenskra landsliða og hvað kunni að vera þess valdandi hér á landi að slíkur árangur náist.