• mið. 28. feb. 2018
  • Dómaramál

Craig Pawson gestur landsdómararáðstefnu KSÍ

craig-pawson-referee

Helgina 2-3. mars fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ, en þar hittast dómararnir til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. 

Craig Pawson, alþjóðlegur dómari frá Englandi, verður gestur ráðstefnunnar að þessu sinni. Hann þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum ensku knattspyrnunnar, en hann dæmdi sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í mars 2013. 

Þá hefur hann verið alþjóðlegur dómari frá ársbyrjun 2015. 

Dómararnir hafa verið við æfingar frá því í nóvember síðastliðnum, en á þessu námskeiði munu þeir gangast undir skriflegt próf auk þess sem þeir hlýða á ýmsa aðra fyrirlestra. 

Dagskráin er svohljóðandi: 

Föstudagurinn 2. mars

17:15-17:30 Setning. Bragi Bergmann ráðstefnustjóri 

17:30-18:00 Kynning á Sports Matrix forritinu. Umsjón: Neal Ferro. 

18:00-18:15 Kliðfundur. 

18:15-18:30 Ýmislegt Umsjón: Birkir Sveinsson 

18:30-19:00 Skriflegt próf. Umsjón: Bragi Bergmann 

19:00-20:00 Matur Cafe Easy 

20:00-21:15 Leikstjórn. Umsjón: Craig Pawson 

Laugardagurinn 3. mars

09:30- 10:30 Æfing í Laugum. Spinning. Skyldumæting. 

11:00-12:00 VAR, lífið í Premier deildinni og Elite ráðstefna á Möltu. Umsjón: Craig Pawson 

12:00-13:00 Matur Cafe Easy 

13:00-14:00 Tæknisvæði. Umsjón: Craig Pawson 

14:00-14:30 Yfirferð skriflega prófsins. Umsjón: Bragi Bergmann 

14:30-14:45 Kliðfundur. 

14:45-15:15 Álag-Ákefð-Árangur. Umsjón: Fannar Karvel. 

15:15-16:15 Fundur í félagi deildardómara. Ráðstefnuslit/Léttar veitingar. 

19:30 Árshátíð landsdómara– KSÍ 3. hæð.