• fim. 19. júl. 2018
  • Landsliðið

U18 karla: Tveggja marka sigur á Lettum

U18 landslið karla vann í dag góðan tveggja marka sigur á Lettum í vináttuleik sem fram fór í Lettlandi.  Fyrsta mark leiksins gerði Karl Friðleifur Gunnarsson á 29. mínútu eftir góðan undirbúning frá Andra Lucasi Guðjohnsen, sem sendi hælsendingu inn fyrir vörn lettneska liðsins, þar sem Karl Friðleifur kom á góðum spretti og lagði boltann í netið framhjá markverðinum.  Andri Lucas lagði einnig upp annað mark Íslands, tók varnarmann á og lagði boltann inn fyrir vörnina á Þórð Gunnar Hafþórsson, sem skoraði með þrumuskoti.  Ekki voru nein mörk skoruð í seinni hálfleik og lokatölurnar því 2-0 sigur eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins.

Liðin mætast að nýju á Laugardag og hefst sá leikur kl. 08:00 að íslenskum tíma.  Liðið heldur síðan heim til Íslands þann dag.

Leikskýrslan