• mið. 14. nóv. 2018
  • U19 karla
  • Landslið

U19 karla - 2-1 sigur gegn Tyrkjum

U19 landslið karla hafðu betur gegn Tyrkjum í undanriðli fyrir EM 2019. Leikurinn fór fram í Tyrklandi.

Brynjólfur Darri Willumsson skoraði fyrra mark Íslands á 39. mínútu og Andri Lucas Guðjohnsen bætti svo við öðru marki á 84. mínútu. Heimamenn náðu að klóra í bakkann á síðustu mínútu uppbótartíma - niðurstaðan 2-1 fyrir Ísland.

Fyrr í dag höfðu Englendingar betur gegn Moldóvum en liðin eru í riðli með Íslandi í undankeppninni. Næsti leikur Íslands í riðlinum verður gegn englendingum á laugardaginn.

Staðan í riðlinum