• mán. 26. nóv. 2018
  • Landslið

U17 og U19 kvenna - Dregið í milliriðla fyrir EM 2019

Dregið hefur verið í milliriðla fyrir EM 2019 hjá U17 og U19 kvenna. U17 er með Danmörku, Ítalíu og Slóveníu í riðli á meðan U19 er með Hollandi, Rússlandi og Búlgaríu.

Riðill U17 kvenna verður leikinn á Ítalíu dagana 21.-27. mars 2019 á meðan U19 spilar í Hollandi 3.-9. apríl.