• fim. 06. des. 2018
  • Fundargerðir

Fundargerð unglinganefndar kvenna - 6. desember 2018

Fundur unglinganefndar kvenna - 6. desember 2018. Haldinn á skrifstofu KSÍ - Laugardalsvelli 

Mættir: Jakob Skúlason, Viggó Magnússon, Hafsteinn Steinsson, Mist Rúnarsdóttir, Jörundur Áki Sveinsson, Þórður Þórðarson, Hanna Dóra Markúsdóttir (í síma) og Ragnhíldur Skúladóttir.

Fjarverandi var Tómas Þóroddsson. 

Fundargerð ritaði: Ragnhildur Skúladóttir

  1. Síðustu verkefni 
    Farið yfir síðustu ferðir sem voru forriðlar U17 í Moldavíu og U19 í Armeníu. Ferðirnar gengu vel og bæði liðin komust áfram. U19 stóð sig sérstaklega vel en þær unnu alla leiki sína. Aðbúnaður á báðum stöðum var ágætur, sérstaklega voru æfinga- og keppnisvellir mjög góðir. 

  2. Æfingar liðanna og landsleikir 2019 
    Þjálfarar kynntu æfingaplan liðanna til vors og landsleiki liðanna 2019. Mjög jákvætt að búið er að festa æfingaleiki fyrir liðin en vonast er til að U15 geti fengið leiki á næsta ári.   

  3. Afkastamælingar 
    Þjálfarar fóru yfir þróun afkastamælinga liðanna frá 2014 og eru framfarir gífurlegar og merkja þjálfarar mun á því hversu vel leikmenn ná að klára leiki á landsliðstempói betur í dag en fyrir nokkrum árum síðan. Þetta á sérstaklega við um U19 kvenna. Það er greinilegt að mælingarnar hafa hvetjandi áhrif á leikmenn og félagsliðin standa sig vel í þjálfun líkamlega þáttarins. Mælingarnar hafa sannað gildi sitt og er mikilvægt að halda þeim áfram. 

  4. Samningar við þjálfara 
    Búið er að klára samninga við þá Jörund Áka og Þórð og eru samningarnir að þessu sinni ótímabundnir eins og samningar annarra starfsmanna KSÍ og venjan er á almennum vinnumarkaði. Nefndin lýsti ánægju sinni með þessa ákvörðun. 

Ekki var meira rætt á fundinum sem lauk kl. 16:15