• fös. 04. jan. 2019
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - Arnar Þór Viðarsson ráðinn þjálfari

Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari U21 karla, en hann tekur við starfinu af Eyjólfi Sverrissyni. Eiður Smári Guðjohnsen mun verða Arnari Þór til aðstoðar.

Nýlega var dregið í undankeppni EM 2021 hjá liðinu og er það í riðli með Armeníu, Írlandi, Lúxemborg, Ítalíu og Svíþjóð.

Við bjóðum þá Arnar Þór og Eið Smára velkomna til starfa!

KSÍ vill koma á framfæri þökkum til Eyjólfs Sverrissonar og Tómasar Inga Tómassonar fyrir þeirra störf, og jafnframt óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.