• þri. 15. jan. 2019
  • Landslið
  • A karla

A karla - Markalaust jafntefli gegn Eistlandi

Myndi - fotbolti.net - Elvar Geir Magnússon

A landslið karla gerði markalaust jafntefli við Eistland, en leikið var í Katar. Leikurinn var nokkuð jafn, en Ísland skapaði þó betri færi og hefði getað klárað leikinn með smá heppni.

Hilmar Árni Halldórsson var ekki langt frá því að gefa Íslandi forystuna í fyrri hálfleik er hann fékk boltann inn fyrir vörn Eista, en skot hans fór framhjá. Í síðari hálfleik var það Aron Elís Þrándarson sem fékk besta færi Íslands, en skalli hans fór framhjá.

Leikurinn var seinni leikur liðsins í þessu janúarverkefni, en á föstudaginn gerði liðið 2-2 jafntefli gegn Svíþjóð.