• mán. 08. apr. 2019
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Ísland mætir Suður Kóreu á þriðjudaginn

A landslið kvenna mætir Suður Kóreu öðru sinni á þriðjudaginn, en leikurinn hefst kl. 07:45 að íslenskum tíma. Leikið er á Chuncheon Songam Stadium.

Ísland vann fyrri leik liðanna 3-2 á laugardaginn þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk og Rakel Hönnudóttir eitt.

Hægt verður að horfa á leikinn í beinni útsendingu á Facebook vef KSÍ, þó aðeins ef þú ert staddur/stödd á Íslandi.