• fös. 31. maí 2019
  • Landslið
  • A karla

Miðasala á leikina við Albaníu og Tyrkland í fullum gangi

Miðasala á leiki A landsliðs karla við Albaníu og Tyrkland í undankeppni EM 2020 er nú í fullum gangi á Tix.is.  Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi leikjanna og þau áhrif sem öflugur stuðningur getur haft. 

Þegar þetta er ritað eru um 2.100 miðar eftir á leikinn við Albaníu 8. júní og um 1.500 miðar eftir á leikinn við Tyrkland 11. júní.  

Kaupa miða á Ísland-Albanía

Kaupa miða á Ísland-Tyrkland