• fös. 14. jún. 2019
  • Landslið
  • A karla

A landslið karla upp um 5 sæti á styrkleikalista FIFA

A landslið karla er í 35. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar stöðu sína um fimm sæti frá því listinn var síðast gefinn út.  Belgía, sem var með íslenska liðinu í riðli í Þjóðadeildinni, heldur efsta sætinu og raunar er engin breyting á efstu fjórum sætunum.  Nýkrýndir Þjóðadeildarmeistarar Portúgals hækka um tvö sæti og fara upp í það fimmta.

Heimsmeistarar Frakka eru í 2. sæti listans og staða annarra liða sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2020 er þannig að Tyrkland er í 37. sæti, Albanía í 66. sæti, Andorra í 139. sæti og Moldóva í 170. 

Smellið hér til að skoða listann í heild

Ísland á styrkleikalista FIFA

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net