• fös. 19. júl. 2019
  • Landslið
  • U18 karla

U18 karla - Ísland vann 2-1 sigur gegn Lettlandi

U18 ára landslið karla vann 2-1 sigur gegn Lettlandi í vináttuleik, en leikið var í Iecava í Lettlandi. Danijel Dejan Djuric skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik.

Fyrra markið kom á 53. mínútu eftir undirbúning Mikaels Egils Ellertssonar. Það síðara kom á 62. mínútu. Danijel Dejan stakk sér í gegn eftir sendingu frá Elmari Jónssyni og skoraði.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn og hefst sá leikur kl. 11:00 að íslenskum tíma.