• fim. 06. jún. 2019
  • Landslið
  • U18 karla

U18 karla - Ísland mætir Lettlandi í tveimur vináttuleikjum í júlí

U18 ára landslið karla mætir Lettlandi í tveimur vináttuleikjum í júlí, en leikið verður ytra.

Leikirnir fara fram dagana 19. og 21. júlí.

Ísland mætti Lettlandi einnig í þessum aldursflokki í fyrra. Þá vann Ísland fyrri leikinn 2-0 og sá síðari endaði með 1-1 jafntefli.