• mið. 25. sep. 2019
  • Landslið
  • A karla

A karla - Ísland áfram í A deild Þjóðadeildar Evrópu

Ísland verður áfram í A deild Þjóðadeildar Evrópu, en UEFA hefur tilkynnt um breytingar á keppninni.

Breytingarnar felast í því að nú verða 16 lið í A, B og C deild, en aðeins sjö lið í D deild.

Þetta þýðir að þau lið sem féllu úr A deild 2018 munu halda sæti sínu í deildinni. Ásamt Íslandi eru það Þýskaland, Króatía og Pólland.

Úkraína, Bosnía og Hersegóvína, Svíþjóð og Danmörk tryggðu sér sæti í A deild. Dregið verður í riðla 3. mars 2020 í Amsterdam.