• þri. 08. okt. 2019
  • Landslið
  • A karla

Góð stemmning á æfingu fyrir ársmiðahafa

A landslið karla kom saman á Laugardalsvelli á mánudagskvöld á fyrstu æfingunni í undirbúningi fyrir leikina við Frakkland og Andorra íp undankeppni EM 2020. 

Ársmiðahöfum - handhöfum aðgönguskírteina á alla heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni - var boðið á æfinguna og áttu þeir góða stund með leikmönnum og þjálfurum á Laugardalsvellinum.

Leikmenn heilsuðu upp á stuðningsmennina, árituðu veggspjöld, takkaskó og allt hvaðeina, og margir ungir stuðningsmenn fengu ljósmynd með hetjunum sínum.

Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, spjallaði við stuðningsmannahópinn, fór yfir æfingu kvöldsins, gaf góð ráð til ungra sem aldinna iðkenda, og fór aðeins yfir leikina sem eru framundan.