• mið. 27. maí 2020
  • Mótamál
  • COVID-19

Vinnum saman - öll félög geta tekið þátt

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrsta söluglugga fjáröflunarátaksins Stöð 2 Sport Ísland lauk 22. maí en ákveðið hefur verið að framlengja átakinu til og með 5. júní.

Átakið hefur hingað til aðeins verið fyrir félögin í Pepsi Max deildum karla og kvenna en nú fá öll aðildarfélög KSÍ tækifæri til að sækja sér hlut af þeim tekjum sem eru til ráðstöfunar fyrir knattspyrnufélög á Íslandi.

Enn eru 43 milljónir króna í pottinum og því gott tækifæri fyrir knattspyrnufélög landsins að afla sér nýrra tekna sem mun vafalítið koma sér vel í breyttu rekstrarumhverfi félaganna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Miðvikudaginn 27. maí klukkan 17.00 verður haldin kynning um átakið fyrir öll félög sem vilja taka þátt. Sú kynning verður á netinu og auglýst sérstaklega þegar nær dregur.

Það skal tekið sérstaklega fram að félögin í Pepsi Max deildum karla og kvenna geta tekið áfram þátt í fjáröfluninni, við hvetjum þau sérstaklega til þess.

Þau félög sem vilja taka þátt í fjáröfluninni þurfa að láta vita af því sérstaklega, svo hægt sé að opna fyrir skráningu þeirra félaga á stod2.is/vinnumsaman. Benedikt Jón Sigmundsson (benediktjs@vodafone.is) tekur við þeim skráningum.