• fim. 16. júl. 2020
  • Lög og reglugerðir
  • Mótamál
  • umboðsmenn

Árleg skýrsla um umboðsmenn - Apríl 2019 til júní 2020

Árleg skýrsla um umboðsmenn í knattspyrnu fyrir 1. apríl 2019 til 30. júní 2020

Í samræmi við reglugerð FIFA um milliliði (FIFA Regulations on Working with Intermediaries) birtir KSÍ á hverju almanaksári opinberlega á heimasíðu sinni, nöfn allra umboðsmanna sem skráðir eru ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að. Enn fremur birtir KSÍ heildarupphæð allra þóknana eða greiðslna sem raunverulega hafa verið inntar af hendi til umboðsmanna af hálfu skráðra leikmanna og af hálfu hvers félags sem þeir tengjast. Tölurnar sem eru birtar er samanlögð heildarupphæð fyrir alla leikmenn og samanlögð heildarupphæð hvers félags. Hér eru birtar upplýsingar vegna tímabilsins 1. apríl 2019 til 30. júní 2020.

Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili (í íslenskum krónum) er rúmar 7 milljónir, og er það hækkun frá fyrri tveimur árum.  Hlekkur á heildarskýrsluna 2020 er hér fyrir neðan þar sem fram koma m.a. nánari útlistun á greiðslum til umboðsmanna og sundurliðun fyrir hvert félag.

Skoða 2020 skýrsluna

Skýrslan 2019

Skýrslan 2018

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net