• fös. 23. okt. 2020
  • Fræðsla
  • Þjálfaramenntun

KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu 14.-15. nóvember

KSÍ I þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 14.-15. nóvember næstkomandi.  Skráningu lýkur 7. nóvember.

KSÍ hefur hafið samstarf við Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík.  Samstarfið gerir fræðsludeild KSÍ kleift að bjóða þjálfurum upp á aðgang að Canvas kennsluforritinu. Þar munu fyrirlestrar birtast einni viku fyrir námskeið og þeir þjálfarar sem hyggjast taka námskeiðið hafa viku til að horfa á fyrirlestrana, svara spurningum og undirbúa umræðuefni sem farið verður í þegar hópurinn kemur saman, laugardaginn 14. nóvember.

Námskeiðsgjaldið er 21.000 kr.

15 ára aldurstakmark er á námskeiðið og er miðað við fæðingarár (2005).

Drög að dagskrá

Hægt er að skrá sig með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan og skráningu lýkur föstudaginn 7. nóvember. Þann dag mun KSÍ senda þeim sem skráðir eru aðgang að Canvas, ásamt frekari fyrirmælum um framkvæmd námskeiðsins.

Skráning á KSÍ I námskeið 14.-15. nóvember 2020