• mán. 13. nóv. 2023
  • Fræðsla
  • Þjálfaramenntun

Yfir sextíu þjálfarar sóttu ráðstefnu KSÍ og KÞÍ

KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir veglegri knattspyrnuþjálfararáðstefnu síðastliðinn laugardag og mættu rúmlega sextíu þjálfarar.  Á dagskrá voru erindi frá innlendum jafnt sem erlendum aðilum. 

Hans Vander Elst og Kevin Nicholson, sérfræðingar frá belgíska fyrirtækinu Double Pass, fluttu erindi um stefnumörkun, og Mika Paatelainen sérfræðingur frá UEFA ræddi strauma og stefnur í fótbolta með áherslu á greiningu leikja úr Meistaradeild UEFA. Þá fór Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings í meistaraflokki karla, yfir sóknarleik Víkings tímabilið 2023 .