• mán. 30. nóv. 2020
  • Lög og reglugerðir
  • Leyfiskerfi

Leyfisreglugerð 4.3 útgefin

Á fundi stjórnar KSÍ 26. nóvember voru samþykktar breytingar á leyfisreglugerð KSÍ (útgáfu 4.3). Snúa þær breytingar í meginatriðum að nýju leyfiskerfi í efstu deild kvenna, sem tekur að miklu leyti mið af leyfiskerfi UEFA fyrir þátttöku félaga í Meistaradeild kvenna (UEFA Women‘s Champions League). Leyfiskerfið tekur einnig mið af leyfiskerfi sem nú gildir í 1. deild karla en gengur lengra í fáeinum atriðum.

Aðrar breytingar á leyfisreglugerð KSÍ eru tilkomnar vegna yfirferðar UEFA á leyfiskerfi KSÍ sumarið 2019. Leiddi sú yfirferð til þess að UEFA gerði athugasemdir við tiltekin atriði í leyfiskerfi KSÍ. Beindust þær athugasemdir helst að efnahagsreikningum knattspyrnudeilda félaga sem skilað er inn árlega í leyfiskerfinu. Að mati UEFA uppfylltu þeir reikningar ekki í öllum tilvikum reikningsskilakröfur leyfisreglugerðar UEFA, þar sem eignir aðalstjórna félaga endurspeglast ekki skýrlega í fjárhagsgögnum knattspyrnudeilda sem skilað er inn í leyfiskerfinu.

Ný útgáfa leyfisreglugerðarinnar og breytingar voru kynntar félögum með dreifibréfi nr. 17/2020. 

Smellið hér til að skoða dreifibréf á vef KSÍ

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net