• mán. 05. júl. 2021
  • Evrópuleikir

Meistaradeild kvenna - Breiðablik og Valur spila 18. ágúst

Dregið hefur verið í undankeppni meistaradeildar kvenna en Breiðablik og Valur voru í pottinum þegar dregið var í höfuðstöðvum UEFA.

Fyrirkomulag fyrstu umferðar er með þeim hætti að leikið verður í 10 fjögurra liða riðlum. Sigurliðin úr fyrstu leikjunum spila svo um sæti í annarri umferð keppninnar. Tapliðin úr fyrri leikjunum spila um 3. sæti riðilsins. Allir leikirnir í hverjum riðli fyrstu umferðar verða spilaðir á heimavelli einhvers þeirra fjögurra liða sem eru í riðlinum.

Breiðablik dróst í riðil með KÍ Klaksvík, FC Gintra og FC Flora Tallinn. Breiðablik leikur gegn KÍ Klaksvík þann 18. ágúst og sigurvegari úr þeim leik spilar við sigurvegarann úr leik FC Gintra og FC Flora Tallinn.

Valur dróst í riðil með 1899 Hoffenheim, Zürich Frauen og AC Milan. Valur leikur gegn Hoffenheim þann 18. ágúst og sama dag verður leikur Zürich Frauen og AC Milan. Sigurliðin úr hvorum leik spila svo um laust sæti í 2. umferð keppninnar.

Meira um Meistaradeild kvenna á heimasíðu UEFA