• mán. 16. ágú. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Valur og Breiðablik leika í undankeppni Meistaradeildar kvenna í vikunni

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og Breiðablik hefja leik í vikunni í undankeppni Meistaradeildar kvenna.

Fyrirkomulag fyrstu umferðar er með þeim hætti að leikið verður í 10 fjögurra liða riðlum. Sigurliðin úr fyrstu leikjunum spila svo um sæti í annarri umferð keppninnar. Tapliðin úr fyrri leikjunum spila um 3. sæti riðilsins. Allir leikirnir í hverjum riðli fyrstu umferðar verða spilaðir á heimavelli einhvers þeirra fjögurra liða sem eru í riðlinum.

Valur mætir Hoffenheim frá Þýskalandi þriðjudaginn 17. ágúst og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Leikið er á Stadion Letzigrund í Zurich í Sviss. Í riðlinum eru einnig Zürich Frauen frá Sviss og AC Milan frá Ítalíu.

Breiðablik mætir KÍ frá Færeyjum miðvikudaginn 18. ágúst og hefst leikurinn kl. 09:00 að íslenskum tíma. Leikið er á Siauliai central stadium í Siauliai í Litháen. Í riðlinum eru einnig FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi.