• fim. 02. sep. 2021
  • Landslið
  • A karla

A karla - 0-2 tap gegn Rúmeníu

Ísland tapaði 0-2 fyrir Rúmeníu í undankeppni HM 2022, en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og fengu bæði liðin færi til að skora. Viðar Örn Kjartansson átti ágætan skalla að marki Rúmeníu og markvörður þeirra varði svo vel frá Birki Bjarnasyni. Staðan var markalaus í hálfleik.

Rúmenar byrjuðu síðari hálfleikinn frábærlega og skoraði Dennis Man fyrsta mark leiksins strax eftir aðeins tvær mínútur. Íslenska liðið lék ágætlega næstu 15-20 mínúturnar, en tókst ekki að skapa sér færi að ráði. Það voru svo Rúmenar sem tvöföldu forystuna þegar aðeins sjö mínútur voru eftir af leiknum og 0-2 tap Íslands því staðreynd.

Ísland mætir næst Norður Makedóníu á sunnudag kl. 16:00 á Laugardalsvelli.