• mið. 20. okt. 2021
  • Agamál

Fjögurra leikja bann

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 4/2021 - Davíð Smári Lamude gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Áfrýjað er úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ frá 14. september 2021 þar sem Davið Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var úrskurðaður í 5 leikja bann.  Áfrýjandi krafðist þess að hinn áfrýjaði úrskurður yrði felldur úr gildi og að ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um 5 leikja bann hans verði stytt.

Í niðurstöðu áfrýjunardómstólsins segir meðal annars: 

Þó ljóst sé að áfrýjandi hafi ekki fylgt settum reglum og hagað sér á óíþróttamannslegan hátt og rifið spjöld úr hendi dómara að leik loknum verður ekki litið svo á að sannað sé að hann hafi sýnt af sér svo ofsalega framkomu að honum beri þyngri refsing en beitt hefur verið gagnvart leikmönnum á umliðnum árum fyrir sambærileg háttsemi.

Þykir því hæfilegt að banna áfrýjanda frá keppni á vegum KSÍ í samtals fjóra leiki. Bannið ber áfrýjanda að afplána í samræmi við grein 12.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Dómsorðin hljóma þannig:

Áfrýjandi, Davíð Smári Lamude, sæti fjögurra leikja banni sem honum ber að afplána samkvæmt grein 12.2 í reglugerð um aga- og úrskurðarmál.

Skoða nánar