• fim. 16. des. 2021
  • Landslið
  • A karla

Ísland mætir Rússlandi, Ísrael og Albaníu í Þjóðadeild UEFA

Ísland er í riðli með Rússlandi, Ísrael og Albaníu í Þjóðadeild UEFA, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.

Liðið leikur nú í B deild keppninnar eftir að hafa fallið niður um deild í síðustu keppni. Leikirnir fara fram í júní og september 2022 og er hægt að sjá leikjaplanið hér neðst í fréttinni.

Ísland hefur leikið sex sinnum við Rússland. Ísland hefur unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað fjórum. Sjö sinnum hafa Ísland og Albanía mæst, Ísland hefur unnið fjóra leiki og Albanía þrjá. Ísland og Ísrael hafa mæst þrisvar, einn leikur hefur endað með jafntefli og Ísrael unnið tvo.

Leikjaplan riðilsins

Fimmtudagurinn 2. júní

Ísrael - Ísland kl. 18:45

Albanía - Rússland kl. 18:45

Mánudagurinn 6. júní

Ísland - Albanía kl. 18:45

Ísrael - Rússland kl. 18:45

Föstudagurinn 10. júní

Rússland - Ísland kl. 18:45

Albanía - Ísrael kl. 18:45

Mánudagurinn 13. júní

Ísland - Ísrael kl. 18:45

Rússland - Albanía kl. 18:45

Laugardagurinn 24. september

Ísland - Rússland kl. 13:00

Ísrael - Albanía kl. 18:45

Þriðjudagurinn 27. september

Albanía - Ísland kl. 18:45

Rússland - Ísrael kl. 18:45