• mán. 28. feb. 2022
  • Stjórn
  • Landslið

Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu

(English below)

Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu.

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands.

Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna).

KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til.

Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust.

 

FA of Iceland statement regarding Russian invasion of Ukraine

The Football Association of Iceland (KSÍ) condemns the Russian invasion of Ukraine. Wars have brought unspeakable suffering on mankind throughout history, and now Russian authorities, with the support of Belarus authorities, have brought such suffering on Ukraine.

The KSI board has decided that no Icelandic National football team shall play matches against any National team from Russia while the Russian attack continues. The decision includes upcoming matches in the UEFA Nations League (men´s A National teams), regardless of whether the team plays under the name or the flag of Russia or not.

Due to the Belarusian support of the Russian invasion of Ukraine, the KSI board has also decided that no Icelandic National football team shall play matches against Belarus in the territory of Belarus while the attack continues. That decision includes upcoming matches in the FIFA WWC qualifiers (women´s A National teams).

The KSÍ is closely monitoring the situation, is in regular contact with UEFA and the Icelandic foreign ministry, and may reconsider its decisions if the situation changes.

Icelandic football stands with Ukraine and calls on Russia to stop the attacks and withdraw all military forces immediately.