• þri. 07. nóv. 2023
  • Landslið
  • Mannvirki
  • Stjórn

Bókun stjórnar KSÍ vegna aðstöðumála A landsliðanna

Á fundi stjórnar KSÍ 31. október síðastliðinn var rætt um stöðu mála varðandi mögulega umspilsleiki A landsliða karla og kvenna fyrri part ársins 2024.  Annars vegar mögulegt umspil A landsliðs karla í mars 2024 vegna EM í Þýskalandi, en dregið verður í umspilinu 23. nóvember næstkomandi (um heimaleikjarétt í seinni leik), hins vegar mögulegt umspil A landsliðs kvenna í febrúar út frá lokaniðurstöðu í Þjóðadeild UEFA.

Eftirfarandi var bókað á fundinum:

Stjórn KSÍ harmar ákaflega þá stöðu sem íslensk knattspyrna er í vegna aðstöðuleysis, þrátt fyrir alla þá vinnu sem hefur verið unnin undanfarin ár. Það er þungbær ákvörðun fyrir stjórn KSÍ að samþykkja að óska formlega eftir því við UEFA að mögulegur heimaleikur A landsliðs karla í mars 2024 verði leikinn á hlutlausum velli utan Íslands enda eru aðstæður ekki fyrir hendi til að leika þann leik hérlendis. Þá samþykkti stjórn KSÍ enn fremur að sækja um undanþágu frá UEFA fyrir mögulegan heimaleik A landsliðs kvenna í febrúar 2024.

Fundargerðir á vef KSÍ