• þri. 05. apr. 2022
  • Mótamál

Umsóknir um Fjölmiðlaskírteini 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjölmiðlaskírteini KSÍ (F skírteini) fyrir knattspyrnumótin 2022. F-skírteini KSÍ eru gefin út til fulltrúa fjölmiðla að fenginni umsögn frá Samtökum íþróttafréttamanna.

Skráning fer fram í gegnum Accredito. Eftir innskráningu er sótt um með því að smella á "Accredit" við viðburðinn sem heitir "F skírteini 2022".  Einnig er hægt að smella hér til að fara beinn inn í umsóknarferlið.

Skírteinin fyrir 2022 verða eingöngu rafræn og verða gefin út í gegnum smáforritið Stubb. Mjög mikilvægt er að GSM símanúmer sé rétt skráð þar sem skírteinið verður gefið út á símanúmer.

Í reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini segir um notkun þeirra:

"Aðgönguskírteini gildir aðeins fyrir rétthafa þess. Aðeins skal gefa út eitt aðgönguskírteini á einstakling."

"Misnotkun skírteinis getur haft í för með sér innköllun á því. Óheimilt er að gefa út önnur aðgönguskírteini, sem gilda um allt land, en um er getið í þessari reglugerð."

Reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini