• fös. 22. júl. 2022
  • A kvenna
  • HM 2023
  • Landslið

A kvenna - Leiðrétt: Miðasala á Ísland-Belarús hefst 23. ágúst

Ísland tekur á móti Belarús á Laugardalsvelli föstudaginn 2. september klukkan 17:30. Miðasala á leikinn hefst 23. ágúst.

Leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023. Fyrri leik liðanna lauk með 5-0 sigri Íslands.

Íslenska liðið er í 2. sæti riðilsins með 15 stig og Holland er í efsta sætinu með 17 stig og þær hollensku hafa spilað einum leik meira en Ísland. Efsta lið riðilsins tryggir sér farmiða á HM.

Með sigri gegn Belarús dugir liðinu jafntefli gegn Hollandi í síðasta leik undankeppninnar til að tryggja sæti sitt í lokakeppni HM í fyrsta sinn, en sá leikur fer fram í Hollandi 6. september.

Riðill Íslands í undankeppni HM

Fréttin hefur verið leiðrétt. Upphaflega var sagt að miðasala myndi hefjast 17. ágúst en hefur nú verið ákveðið að hefja miðasölu þann 23. ágúst.